<$BlogRSDUrl$>

Wednesday, October 29, 2003

Jæja... er mætt aftur til leiks...

Ég var hvött til þess um daginn að uppfæra bloggið mitt af Ara vini mí­num Karlssyni. Helsta ástæða þess er sú að ég nenni aldrei að skrifa honum tölvupóst en hann er nú staddur í Árósum þar sem hann les lög eitt misseri. Og by the way Ari - ef þú lest þetta þá ER EKKI FYNDIÐ AÐ HRINGJA Í ÞÓRHILDI KL. 2 um nótt nema að líf liggi við - og líf lá ekki við í gær. Hvað í fjáranum vildir þú??? Þú spilltir nætursvefni mínum og ég er brjáluð!!! Sem betur fer er batteríið í símanum mínum lélegt þannig að það drapst á honum og ég gat sofnað strax aftur og vaknað í ræktina... annars væru kveðjurnar sem þú færð hér mun óvinsamlegri en þær þegar eru. Þú veist hvaða áhrif það hefur á mig þegar "litla skipulagið mitt" riðlast... grrrrr :-/

En annars er bara ekkert spes að frétta. Nema helgarnar... helgarnar sem maður lifir svo fyrir... Airwaves helgin var reyndar bara svona la, la sko. Ég byrjaði á því að fara út fimmtudagskvöldið 16. okt sl. og kí­kti á Sirkus og Kaffibar með Önnu, Eygló og Regí­nu. Það eru alveg hreinar lí­nur á því að Sirkus er staður sem ég höndla ekki edrú. Ég var ekkert búin að drekka þegar við litum inn um miðnættið og artí-fartí­-insider stemmningin var ekkert sérstaklega skemmtileg þótt mér þyki hún oft hið besta máll eftir nokkra bjóra. En sem betur fer hitti ég hann Halla Þorsteins vin minn úr MR, sem ég hafði ekki hitt heillengi svo það bjargaði alveg kvöldinu. Svo skrapp ég á Kaffibarinn og þar var bara svona ok en ég fór svo bara snemma heim það kvöldið.

Föstudagskvöldið 17. okt fór ég svo á íslenskt hip hop í Þjóðleikleikhúskjallaranum með Önnu Birnu og Kamillu og það var nú bara fyndið og skemmtilegt. Svo reyndum við Kamilla að fara á Nasa en það var vonlaust þar sem röðin náði út í hafsauga eða eitthvað lengra en við Kamilla kynntumst gelgjustrákum í röðinni sem voru voða dúllur. Ég nennti reyndar ekkert að leggja mig fram um að kynnast þeim en við skruppum samt með þeim á eitthvað rokk og ról á Gauknum en lét Kamillu svo bara sjá um að spjalla við þessa gutta. Þetta kvöld endaði ég svo bara á Kaffibar og var það bara svona allt í læ en fátt í frásögur færandi­ nema ég sá gamlan fortíðardraug sem ég hef mikla andúð á ákvað bara að forða mér "snemma" heim eða um kl. 4. Svo laugardagskvöldið 18. okt fór ég aftur með Önnu og Kamillu og nú á Gus Gus tónleika. Kvöldið endaði reyndar ekki betur en svo að ég týndi stelpunum og ákvað ég bara að fara snemma heim, eða um kl. 3. Raunar fannst mér þessi Airwaves helgi bara svona allt í læ en ekkert meira en það. Það er eins og maður hafi búist við einhverju rosalegu en ef ég man rétt þá fannst mér líka bara svona la, la síðast þegar ég fór á Airwaves en það var í hitti fyrra.

Síðasta helgi var nú þeim mun skemmtilegri, 24.-26. okt. Þá komst ég að því að tveir góðir vinir mínir eru búin að para sig saman og meira að segja að halda því­ leyndu fyrir mér í­ fjandans mánuð!!! Hver er eiginlega tilgangurinn með því­? Þeim fannst ákakaflega fyndið að setja upp lí­tinn leikþátt fyrir mig á Dillon sem olli mikilli geðshræringu hjá undirritaðri. Ég sem vissi ekki betur en þessir góðu vinir mínir þekktust ekki baun í bala. Ég er reyndar besta fórnarlamb í­ heimi til að draga á asnaeyrunum, því­ miður mí­n vegna. En auk þess að kynnast allt í­ einu, plús það að byrja saman, þá voru þau búin að vera saman í­ heilan mánuð!!! Ég verð að fara að hringja meira í fólk. Ég verð líka að muna að þetta er litla Ísland þar sem allir þekkja alla og allir byrja með öllum. Ég samgleðst þeim auðvitað innilega, alltaf gaman þegar fólk byrjar saman. Þegar ég hafði jafnað mig á þessum tíðindum þá hitti ég bara fullt af skemmtilegu fólki og röflaði þessi ósköp. Að lokum endaði ég svo á einhverju skralli með henni Ragnhilidi sætu vinkonu minni.

Laugardagskvöldið stóð föstudagskvöldinu ekki langt að baki en þá fór ég á leiksýningu í Hafnarhúsinu sem fjallaði um stelpur sem lentu í­ ástandinu og voru sendar í betrunarvist eða eitthvað álíka. Ég var reyndar hissa á því að sýningin var haldin í Hafnarhúsinu því ég hélt að húsnæðið byði ekki upp á slíkt enda komst ég að því eftir á að það var heldur ekkert vel til þess fallið. Ég fór nú aðallega til að sjá Sigrúnu vinkonu mína sem var þátttakandi í sýningunni en hún er að læra að leika sér í­ leiklistarskólanum. En "leikrit" þetta var samsett af nokkrum svona leikþáttum sem mynduðu nú enga skynsamlega heild að því er mér fannst, en það versta var að stundum sá ég bara ekki neitt vegna þess að áhorfendahópurinn var leiddur um Hafnarhúsið í einhverri svona þvögu til að bera hin ýmsu atriði augum, og þegar maður er bara 1,57 á hæð þá getur stundum orðið erfitt að sjá til í slíkum aðstæðum. Svo klæddi ég mig of illa, mestur hluti verksins fór fram í portinu undir berum himni. En það voru samt alveg nokkur góð atriði í sýningunni og svo var gaman að sjá Sigrúnu.

Eftir sýninguna fór ég og hitti vinkonur mínar heima hjá henni Unu og endaði svo aftur á Dillon þar sem ég hitti fullt af skemmtilegu fólki. Svo fór ég á Celtic Cross og aldrei þessu vant var bara rí­fandi gaman þar og loks endaðii ég á Prikinu í­ morgunsárið en það var svo gaman þetta kvöld að ég komst ekki heim fyrr en klukkan 7. En þetta var þess virði þótt sunnudagurinn færi hundana.

En nú er bara komin venjuleg vika og ég stritast við að sitja yfir BA.-ritgerðinni minni. Sjitt, ég verð að fara og tala við Róbert leiðbeinandann minn á morgun og spyrja hann hvort það sem ég er að skrifa um meiki einhvern sense. Ég vona það nú reyndar en ég segi ykkur frá því­ seinna... ef einhver hefur áhuga á efninu en stundum efast ég um að ég hafi hann sjálf.

Annars langar mig á "Kill Bill." Enginn getur komið með mér á Kill Bill. Ég er búin að reyna næstum allar vinkonurnar en enginn á pening, allir eru búnir að sjá hana eða fólk liggur í flensu. AUMINGJA ÉG!!! (NB: ekki flensufólk) Á ég að fara ein kannski? Ég vil ekki fara ein í bíó, það er pathetic... fékk lí­ka nóg af því­ þegar ég var pathetic á Ítalí­u fyrir þremur árum og gerði ekkert annað en að fara ein í bíó og borða McDonald´s í­ hverja maltíð. Those were the boring days!

Svo er ég að fara til Köben næstu helgi með henni Rúnu og ætla ég að heimsækja hina frábæru dönsku vini mí­na, þau Önnu, Marit og Arne sem ég kynntist úti í Berlín. Hlakka ég og mikið til og greini frá í næsta næsta bloggi. Eins gott að henni Rúnu minni batni af flensunni og komist í ferðina góðu. Láttu þér batna Rúna!!!

Bless í bili
Kv. Þórhildur S. L.

Monday, October 13, 2003

Jæja, gvöði sé lof að þessi helgi og þessi dagur sé liðin...

Ég sat inni alla helgina og var að lesa listheimspeki sem ég fór svo í próf í, í morgun. Prófið gekk nú bara vonum framar, þetta var bara krossapróf og af 30 spurningum efaðist ég bara um 5 svör. Mig grunaði reyndar að ég væri að læra allt of vel fyrir þetta próf sem reyndist svo rétt því þetta var jú bara krossapróf en stundum geta þau samt verið svo erfið. Svo fór ég út að hlaupa í góða veðrinu í dag, eftir prófið, ég hljóp úr mér alla þekkinguna og man núna varla neitt sem ég var að troða í mig um helgina... enda þarf að vera pláss fyrir eitthvað nýtt. En ég er sátt þótt helgin hafi verið með eindæmum leiðinleg.

Næstu helgi verður stefnan tekin á Airwaves... við Anna B. vorum að tala um að kaupa okkur passa til að geta rölt á milli. Það verður örugglega fínt, strax farin að hlakka til helgarinnar þótt það sé bara mánudagur.

Í kvöld verður glápt á "Alias," á hana Sidney sem lifir tvöföldu njósnaralífi. Hvílíkt stress hjá greyinu! Ef ég væri hún væri ég löngu búin að fá mörg tauga- og hjartaáföll og ég veit ekki hvað. En svona sjónvarpsþáttanjósnarar hafa örugglega sterkari taugar en aðrir og svo eru þeir alltaf alveg þvílíkt heppnir! Enda lendir Sidney í lífshættu mörgum sinnum í hverjum þætti en reddast alltaf einhvern veginn. Eitt það skemmtilegasta við þessa þætti er að sjá hvernig hún reddar sér alltaf og líka hvað hún nær alltaf gríðarflóknum upplýsingum á svona 10 sekúndum. Það er ekkert djók að vera dobbúl eigjent! Tja, ja ljósu punktarnir á starfi hennar hljóta að vera þeir að hún fær að ferðast mikið og fær mikið adrenalínkikk í vinnunni... og svo á hún svo sætan yfirmann hjá CIA, það hlýtur að vera bónus, namm, Vaughn... :-D

Ennnn... ég ætla að reyna að fara að gera eitthvað af viti. Ég ætla að lesa gríðarlangt Hong Kong meil frá Tinnu sem ég var að prenta út.

Góðar stundir,
Þórhildur S. L.

Friday, October 10, 2003

Halló...

Var að fá mér blogg að ganni... allt Siggu Víðis að kenna sem sagði mér frá þessu í gær. Ég reyndi samt einu sinni áður að búa til blogg en það tókst ekki þar sem ég er tölvu-lúser með eindæmum. En ég held mér hafi tekist það núna. Þessi síða kemur til með að verða einkar ómálefnaleg og vitlaus. Sjáum samt til hvernig þetta þróast, kannski verða til mikil afrek á sviði ritlistarinnar á þessu bloggi.

Skrifa bráðum aftur,
Kveðja,
Þórhildur S. L.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?