<$BlogRSDUrl$>

Monday, January 31, 2005

Jæja.... alveg yndislega skemmtilegur mánudagur. Grátt yfir öllu og veðrið hálf tussulegt eins og ég heyrði einhvern komast svo vel að orði. Úði og leiðindi. Þoli ekki úða :-/

En ég horfði á þessa mynd í sjónvarpinu í gær - "Lilja 4-Ever." Búið að vara mig við því að ég færi að grenja yfir henni en það gerðist reyndar ekki. Það var frekar svona eins og maður væri bara stjarfur að horfa á allan þennan hrylling og dauða sem greyið stelpan þurfti að ganga í gegnum. Mynd sem ég get ekki hugsað mér að horfa á aftur. Hanna Rún vinkona mín er búin að sjá hana fjórum sinnum! Get ekki ímyndað mér hvernig mér liði eftir að hafa horft upp á þessa eymd fjórum sinnum - þá er ég ekki að tala um að þessi bíómynd sé léleg eða neitt slíkt. Hún er þvert á móti alveg firnasterk. En ég er að meina eymdina og volæðið sem maður horfði upp á í henni. Situr ekkert smá í mér þessi mynd og langt síðan ég hef orðið svona sjokkeruð - þótt ég væri alveg búin að búa mig undir það versta.

Gekk svo bara vel að reifa dóm í sifja- og erfðarétti í morgun... bara eins og maður hefði ekki gert neitt annað um ævina, he, he, he hemm. Grunar reyndar að ég hafi verið að jarða fólk úr leiðindum þar sem ég nennti ekki að stytta mál mitt. En gott að þetta er búið.

Meira seinna,
Kv. Þórhildur S.L.

Sunday, January 30, 2005

Gvuð það er svo svakalega gaman að vera byrjaður að blogga aftur að ég bara verð að skrifa eitthvað meira...

Oh, ég hlakka svo til í fyrramálið að ég get ekki beðið. Ég þarf að reifa dóm í sifja- og erfðarétti og þarf að standa uppi á sviði fyrir framan alla... þetta verður ekkert mál en samt eitthvað sem maður nennir alveg ómögulega... plús það hvað þessi dómur er ömurlegur. "Ekkjan vs. bankinn." Bankinn vann. Suss & skamm.

Gwaaa... svo er þessi mynd í sjónvarpinu á eftir... "Lilja 4 ever." Búin að heyra að hún sé alveg hræðilega sorgleg og bara ægileg... góð samt en svona hriklegt umfjöllunarefni í henni. Er að spá í að horfa á hana þótt ég sé alveg dauðhrædd... veit samt ekki afhverju maður er eitthvað að misbjóða sjálfum sér með að vera að horfa á einhverjar svona myndir sem eru bara hryllilegar og viðbjóðslegar þótt þær séu "góðar." En forvitnin rekur mann víst áfram. Verð að horfa... ætla að horfa. Horfa en ekki hörfa.

Maður sefur líklegast ekkert í nótt eftir þetta...

En góða nótt!!!
Kv. THSL

Jæja, kominn tími til að endurvekja bloggið sitt... hef ekki skrifað síðan í nóv 2003 og síðan þá hefur margt og merkilegt gerst.

Samt í rauninni ekkert margt. Lífið alltaf temmilega svipað sjálfu sér. En Þórhildur kláraði BA-prófið sitt í heimspeki í febrúar á síðasta ári og tókst henni að komast í gegnum þann miður skemmtilega áfanga að skrifa BA-ritgerð upp á heilar andsk... 87 síður... hvílík geðveiki en það tókst og hún er sátt.

Svo var Þórhildur úti á vinnumarkaðinum í heila 7 mánuði við þá göfugu iðju að framleiða kreditkort. Já, það var nú góður og blessaður tími og gaman að vera working girl og eiga nógan péning.

En námsþráin og fróðleiksþorstinn fór svo að öskra upp í eyrun á henni þannig að hún ákvað að það væri alveg bráðnauðsynlegt að læra meira... datt ekkert sniðugra en að fara í hlussu-nám upp á 5 ár í Lagadeild Háskóla Íslands. Þar þrífst Þórhildur ágætlega og fékk hún þá flugu í höfuðið um daginn að hún hefði jafnvel fundið sinn farveg í lífinu.

En það er samt of snemmt að hrósa happi strax því það eru bara búnir 5 mánuðir af 5 árum... gaman saman og stuð guð. En að komast í gegnum þennan áfanga sem heitir Almenn lögfræði er nú meira en að segja það... blóð, sviti, tár, sár og stofufangelsi í 10 vikur... en stritið borgaði sig og slefaði Þórhildur og hefur væntanlega fengið akkúrat 58 stig og verið sparkað upp í sexuna. Enda var sex algengasta einkunnin og hefur líklega fleirum en henni verið sparkað upp.

Þannig að allt er í blóma bara... komin með net í fartölvuna og er hún loksins komin í hóp hinna ofur velgræjuðu háskólanema með nettengdar tölvur... Þórhildur er nokkuð viss um að lífið nær ekki meiri fullkomnun en þetta :-D

En það verður meira seinna,
Bestu kveðjur,
THSL

This page is powered by Blogger. Isn't yours?