<$BlogRSDUrl$>

Saturday, April 16, 2005

Góða kvöldið...

Já, trúið þið þessu! Þórhildur situr heima og er að læra á laugardagskvöldi!!! Hún er að lesa barnalög eins skemmtileg og þau eru nú... hún væri líklega samt að horfa á sjónvarpið ef það væri eitthvað bitastætt en neibbbs... hún er búin að missa áhugann á Söngvakeppni framhaldsskólanna. Enda kominn tími til!

Öld leiðindanna er upp runnin. Vorprófin eru á næsta leyti og bara... 26 dagar í frelsið... scheit... ég á aldrei eftir að klára að lesa allt sem ég á eftir að lesa fyrir prófin... enda ekkert búin að vera neitt sérstaklega dugleg að læra eftir að ég náði Almennunni þarna um jólin... en ég hef það samt mun betra en margir aðrir laganemar svo ég ætti ekkert að vera að væla neitt. Ég þarf t.d. ekki að endurtaka Almennuna núna á miðvikudaginn og svo fékk ég Filuna í lagadeild metna... af því ég var búin með Filuna í heimspekideild... fyrir fimm árum!!! En látum það liggja á milli hluta, ég er sátt við að þurfa ekki að fara í próf í henni.

Þannig að ég fer í stjórnskipunarrétt þann 3. maí og sifja- og erfðarétt 14. maí. Er einmitt að reyna að vinna upp lestur á barnalögunum sem ég átti að lesa einhvern tímann í febrúar... boring sh... nei, nei, þetta er svosem ágætt. Skemmtilegt að kynna sér að foreldrar eigi virkilega að sýna barni sínu umhyggju og tilhlýðilega virðingu... gæti ekki haft meiri áhuga á þessu! Og forsjárkaflinn... men, spennandi stöff!!!

Allavegna... fór samt í bíó áðan. Fór á risaeðlubíó kl. 16 með foreldrum mínum en við sáum "Der Untergang" um síðustu daga Hitlers. Ég hef aldrei séð eins mikið af gömlu fólki í bíó á ævi minni. Salurinn var pakkaður af fólki enda myndin feikigóð. Hún hlýtur að vera það ef henni tókst virkilega að fá mig til að fá samúð með ákveðnum nasistum í henni... ég var virkilega farin að vona að það færi vel fyrir þeim í lokin... jú, enda sluppu þessir tveir sem ég hélt mest uppá... en hvað á þetta að þýða að láta manni annt um örlög einhverra nasistaforingja? Fuss og svei og skamm, skamm!

Allavegna, 29. gr. barnalaga bíður eftir mér í ofvæni. Hún fjallar um forsjármenn. "Barn á rétt á forsjá beggja foreldra sinna sem eru í hjúskap... " Eins og ég segi, þetta er fyrsta grútleiðinlega fagið sem ég fer þarf að taka í lögfræði... syfjaður erfðaréttur... boring, boring, boring... :-/

Vei, svo á eftir er endursýndur tvöfaldi lokaúrslitaþátturinn í "The Swan." God, ég verð að horfa á hann! Ég veit að ég var reyndar enda við að dissa Söngvakeppni framhaldsskólanna en ef eini annar valkostur minn eru barnalögin þá skal ég glápa á dúkkur skrumskældar af lýtaaðgerðum skakklappast um eitthvað svið í von um að fá kórónu. Ballywhooo men...

Gæti líf manns verið meira óspennandi á prófatímabili??? Ég meika ekki einu sinni að tala við vini mína, bara af því ég er sjálf að drepa mig úr leiðindum!

Góðar leiðindastundir,
Þórhildur S. Líndal

This page is powered by Blogger. Isn't yours?